No data in the list.
Samþætting upplýsingakerfa

Verðmæti upplýsinga er háð aðgengileika og heilindum gagna. Sérfræðingar okkar hafa umfangsmikla þekkingu og reynslu af innri kerfum fyrirtækja. Yfirsýn á virkni viðskiptakerfa, góð þekking á rekstrarumhverfi og reynsla af högun upplýsingakerfa tryggir að sem mest fæst úr út gögnunum til skemmri og lengri tíma.

Hafðu samband >
Rafræn skjöl og rafrænt öryggi

Hagræði fæst með rafvæðingu viðskiptaferla, en að mörgu er að hyggja. Sérfræðingar okkar innleiða rafræna reikningarafræn eyðublöð, innskráningu með rafrænum skilríkjum á kortum og í farsímum, rafræna undirritun og dulritun gagna.

Hafðu samband >
Snjalltækiog skýjaþjónustur

Sérfræðingar Abra þróa smáforrit fyrir snjallsíma og spjaldtölvur. Smáforrit bæði auka þægindi og minnka kostnað, hvort sem þau standa ein og sér eða eru framlenging á innri kerfum og verkferlum. Bakendakerfi þurfa að taka tillit til öryggis gagna, uppitíma og svartíma í samræmi við kröfur og aðstæður.

Hafðu samband >

 

Hvers vegna Abra?
  • 1Við erum öflugt og samstillt teymi með viðamikla reynslu.
  • 2Metnaður okkar er að fylgjast með nýrri tækni og velja lausnir á faglegan hátt.
  • 3Við leggjum okkur fram við að veita góða þjónustu á sanngjörnu verði.
  • 4Við þróum hugbúnað með notagildi, viðhaldleika, endurnýtni og líftíma í huga.
  • 5Við leitumst við að veita sem besta ráðgjöf með hag viðskiptavinarins að leiðarljósi.
  • Verkefni og reynsla
     Rafrænar umsóknir á vef sjóðsins með tengingu við skjalavistunarkerfi. Útgáfa lána á fyrirtækjasviði. Tengingar við ýmis innri kerfi stofnunarinnar og þjónustur ytri aðila.
    Netframtal RSK frá tilkomu þess 1998. Brautryðjandi lausn sem fékk viðurkenningu fyrir þjónustu ríkisins við almenna borgara. Verkefnið felur m.a. í sér gagnagrunnshönnun og útfærslu á regluprófun og öllu notendaviðmóti.
    Sjálfvirk aðgangsveiting í flóknu umhverfi skilar mikilli hagræðingu og auknu rekstraröryggi. Full stjórn og yfirsýn næst yfir aðgang starfsfólks að klínískum kerfum og skrifstofukerfum. Sjálfsafgreiðsla við almenna starfsmenn minnkar álag á þjónustuborði.
    Rafrænir reikningar mótteknir frá Miðlun Sendils eru lesnir beint inn í samþykktarkerfi félagsins óháð sniði og nauðsynlegar upplýsingar dregnar sérstaklega fram. Aukin sjálfvirkni og hagræðing við bókun tjóna- og innkaupareikninga.
    Málaskrá fyrir Örorkunefnd Ríkisins sem leysti af hólmi eldra kerfi. Kerfið hefur öflugar aðgangsstýringar og breytingasögu, en allar breytingar eru skráðar með rafrænu fingrafari. Öll gögn eru geymd miðlægt fyrir aðgang nefndarinnar að þeim.
    Hönnun og þróun á „Mínum síðum“. Sjálfsafgreiðsluvefur þar sem notendur geta skilað tekjuáætlun og átt í samskiptum við stofnunina. Verkefnið felur m.a. í sér gagnagrunnshönnun og útfærslu á regluprófun og öllu notendaviðmóti.
    Öryggisúttekt á kosningakerfi borgarinnar í samstarfi við Admon. Útfærsla á vottunarferli og eftirlit með framkvæmd kosningar „Betri Reykjavík 2012“.
    Samhæfing vörulista í birgðakerfi Dynamics NAV Navision og vefverslunar. Móttaka pantana úr vefkerfinu inn í bókhald. Samtenging með vefþjónustum, forritun notendaviðmóts vefs og í millilagi bókhaldskerfis.
    Þekkingarsvið

    Við höfum reynslu á mörgum sviðum í upplýsingatækni og þekking okkar spannar mörg verkefni og fjölbreytta tækni.

    Nánari útlistun

    Högun hugbúnaðar (arkitektúr)
    Verkefnastjórn
    Þróun sérlausna
    Samþætting
    Vefviðmót
    Snjalllausnir
    Rafræn viðskipti
    Gagnagrunnar
    Grafísk hönnun