VELKOMIN TIL ABRA!

  

Abra hugbúnaðarhús býður stofnunum og fyrirtækjum ráðgjöf og vinnu á flestum sviðum upplýsingatæni, m.a.: 

  • Verkefnastjórn í hugbúnaðargerð
  • Úttektir og stefnumótun í upplýsingatækni
  • Hugbúnaðargerð
  • Högun upplýsingakerfa

Ráðgjafar Abra leggja áherslu á hagræðingu í rekstri UT kerfa.

Í okkar starfi notum við Lean og Agile hugmyndafræði, þar sem einstaklingarnir, samvinnan og samskiptin þeirra á milli skipta höfuðmáli. Nýtilegur hugbúnaðar verður til með stuttu millibili með náinni þátttöku verkkaupa, brugðist er jákvætt og fljótt við breytingum frekar en að verkefnum séu festar skorður.



 

Hittu teymið okkar

Okkar þekking

  • C# / C++ / C / .NET
  • Java / Javascript / HTML5 / CSS
  • C/SIDE (Navision) / PowerBuilder
  • Visual Studio / Eclipse / NetBeans
  • Subversion / Perforce / Visual SourceSafe / Team Foundation Server (útgáfustýring)
  • TeamCity (continuous integration)
  • JIRA / Gemini (verkstjórnun)
  • RedGate SQL Toolbelt (gagnagrunnsvinnsla)
  • WPF / WCF / WWF / .NET Remoting / COM+ / ActiveX
  • ASP.NET / WinForms / MVC / MFC
  • ASP.NET WebAPI
  • SOAP / REST
  • Telerik Forms / Telerik ASP.NET / Telerik MVC
  • Infragistics Forms
  • DevXPress ASP.NET
  • Telerik Reporting / Crystal Reports
  • XML / XQuery / XMLSchema / XSLT / Xpath
  • Digital Certificates / Digital Signatures / X.509
  • UBL 2.0 / NESUBL / CENBII / OIOUBL / Facturae / SweFaktura / SFTI
  • PEPPOL / START / ebXML / EBMS / AS2 / EDI / EDIFACT
  • Client-Server / Middleware / N-Tier / Front-Ends / Database Programming
  • Refactoring / Unit testing / TDD (test-driven development)
  • CI (continuous integration) / CD (continouse deployment)

  • SQL Server / Oracle / Sybase / IBM Informix
  • MySQL / PostgreSql
  • C/SIDE Navision native
  • PL/SQL / T-SQL

  • IIS / Tomcat Apache (vefþjónar)
  • DotNetNuke / ContentXXL (vefumsjónarkefi)
  • Mediachase ECF / Intershop ASP / Intershop enfinity (vefverslanakerfi)
  • Android native
  • Windows Phone native
  • Xamarin fyrir IOS / Xamarin fyrir Android

Okkar þjónusta

Ráðgjöf er ekki bara ráðgjöf. Við hjá Abra leggjum okkur fram við að veita viðskiptavininum ráðgjöf í samræmi við raunverulegar þarfir og hagræði í nútíð og náinni framtíð. Fljótlegasta lausnin er ekki alltaf sú besta til lengri tíma litið, oft þarf að taka tillit til þróunar kerfa sem fyrirsjáanleg er og miða við bestu aðferðafræði hverju sinni (best practices).
Öguð vinnubrögð og víðtæk reynsla af verkfærum og tækni skiptir höfuðmáli við að tryggja endingu og notagildi hugbúnaðakerfa. Högun hugbúnaðarkerfa og gagnaúrvinnslu þarf að byggja á heildaryfirsýn til að uppfylla kröfur um hraða og öryggi. Hugbúnað þarf að skrifa þannig að. honum sé auðvelt að viðhalda og auðvelt sé að endurnýta hann innan fyrirtækisins. Í þróunarferlinu þarf að byggja inn prófanleika í högun með einingar- og samþættingarprófunum sem sýna fram á og tryggja áframhaldandi virkni meðan breytingar fara fram. Með samfelldri samþættingu (Continous Integration) og samfelldri útgáfu (Continous Deployment) eru gæði hugbúnaðarins tryggð.
IoT eru smátæki sem tengjast og eiga samskipti við notendur og umhverfið. Dæmi um slíkt er hitastýring í sumarbústað sem heldur lágmarkshita í húsi og heitum potti til að frjósi ekki í leiðslum þegar húsið er ekki í notkun og kyndir upp húsið áður en eigendur koma á staðinn. Kerfið vaktar truflanir á rafmagni og lætur notendur vita ef það rofnar í lengri tíma.
Texti væntanlegur.
Það skiptir máli hvernig kerfi eru samþættuð. Mörg fyrirtækihafa samþætt kerfi um árabil, en því miður allt of oft án tillits til högunar. Afmörkuð verkefni hafa verið leyst fljótt og hratt án þess að hugsa um heildina. Í dag eru kerfi allt of háð hvoru öðru og samþætting sem fyrir er eykur frekar flækjustig og kostnað við útskiptingu kerfa. Sérfræðingar Abra geta hjálpað þér við að halda úti réttri högun frá byrjun eða vinna þig út úr fortíðarvandamálum.
Abra getur komið að allri almennri verkefnastjórnun á sviði upplýsingatækni, til að mynda stýrt samskiptum ólíkra hópa þar sem innsýn og þekking á hugbúnaðarhögun og ferlum skiptir máli. Við höfum reynslu af því að stýra hópum skv. Scrum hugmyndafræði, þá í hlutverki ScrumMaster og/eða til þess að leiðbeina fyrirtækjum í innleiðingu Scrum ferla. Einnig höfum við þekkingu og reynslu af PRINCE2 og öðrum aðferðum, sem nýta má að hluta eða í heild við verkefnastjórnun.